föstudagur, 12. desember 2008

hvað er ást??


hvað er ást?


.. er það þegar þú liggur andvaka langt fram eftir nóttu og getur ekki hugsað um neitt annað en hann?? .. er það að þú bíður eftir símtali eða smsi frá honum allan daginn þótt þú jafnvel vitir að hann muni ekki hringja en þu heldur samt í vonina?? .. er það þegar þú sérð hann koma inn á msn og finnur hvað hjartað tekur kippi, þarft að opna msn gluggan en þorir ekki að segja hæ?? ..er það þegar þú hittir hann og vilt bara vera með honum, þegar þér finnst að heimurinn snúist bara um ykkur tvö?? ..er það þegar þú fléttir í gegnum myndir af honum svo þú gleymir örugglega ekki hvernig hann lítur út??


er þetta ást? fyrirbærið sem allir tala um, fyrirbærið sem lætur fólk gera heimskulegustu hluti bara aþþí það er svo ástfangið... er það ást þegar þú sérð engann nema hann, vilt engann nema hann þótt þið þekkist varla... hvernig getur ein manneskja heltekið þig svona?? hvernig getur ein manneskja látið allt líta svona vel út??
hvað er ást??

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er allavegana að vera heillaður upp úr skónum og fram á táberg!