föstudagur, 20. mars 2009

huh?


heimurinn snýst í hringi og loks stoppar allt. ringluð labba ég áfram þó ég standi varla í lappirnar og svo, já ég dett. ég ligg bara með kíttl í mallanum og bíð eftir að einhver hjálpi mér á fætur. loka augunum og hlusta. fótatak sem virðist koma nær og nær. og opna augun og lít í kringum mig. enginn. stend upp. nú er ég komin inní herbergi. þar er ekkert. engin húsgögn, engar myndir, engir litir. ekkert. ég kalla, "Halló!" ekkert nema bergmál af rödd minni. labba um herbergið og reyna að átta mig á því hvernig ég endaði hérna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

djúpt..

Nafnlaus sagði...

haha svo sannarlega