föstudagur, 2. janúar 2009

gleðilegt ár 2009

já fyrsti dagur ársins 2009 var tjah þynkan í hámarki, ógleðin í miklu magni og nokkrir marblettir hér og þar.. karlmenn í lífi mínu zero, tjah fyrir utan fjölskyldumeðlimi. kynlíf, ekkert síðan 2008. áramótaheiti : ekkert... jæja nú þarf maður svo sannarlega að taka sig til í andlitinu, taka upp prjónana og fara að skapa eitthvað, gera eitthvað við líf sitt. þetta ár mun ég nota til að rækta sjálfa mig og tengsl við aðra, engir karlmenn munu komast inn fyrir mínar dyr.

hver þarf á karlmönnum að halda?? tjah ekki ég, ég hef allveg séð það fyrir að þeir eru aðeins vandræði, vonbrigði og volæði.. ég held nú bara að ég vilji frekar sjá um mig sjálf heldur en að verða alltaf fyrir vonbrigðum, því það er það eina sem þeir gera, tjah þegar þeir eru ekki til vandræða, gera eitthvað af sér og þú þarft svo að hlusta á volæðið í þeim. já karlmenn þroskast líklega aldrei og ef þeir gera það þá þroskast þeir seint, þótt þú reynir að leita ofar þá virkar það ekki nema þú farir uppí svona fertuga-fimmtuga náunga, hef því miður ekki reynslu af þeim. já mig hefur oft langað að verða ástfangin og allveg nokkrum sinnum talið mig hafa fundið þann rétta en hvað.. neibb aldrei gerst. kannski er þetta bara ég.. nei ég efa það..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

aw litla Dísin min;*;*